Guðfríður Lilja framkvæmdarstýra þingflokks VG

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mbl.is/Kristinn

Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir tek­ur til starfa sem fram­kvæmd­ar­stýra þing­flokks Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í sept­em­ber. Guðfríður Lilja, sem er varaþingmaður VG í Suðvest­ur­kjör­dæmi, tek­ur við starf­inu af Drífu Snæ­dal, sem mun áfram gegna starfi fram­kvæmd­ar­stýru Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar–græns fram­boðs.

Guðfríður Lilja er með BA-próf í sagn­fræði og stjórn­mála­fræði frá Har­vard-há­skóla í Banda­ríkj­un­um og masters­gráðu í hug­mynda­sögu og heim­speki frá Cambridge-há­skóla í Bretlandi. Hún hef­ur starfað sem alþjóðarit­ari á alþjóðasviði Alþing­is frá ár­inu 2001. Hún starfaði m.a. sem fram­kvæmda­stjóri þing­manna­nefnd­ar um norður­skauts­mál þar sem hún vann að ýms­um verk­efn­um er lúta að nátt­úru­vernd á norður­slóðum.

Guðfríður Lilja býr með Stein­unni H. Blön­dal, hjúkr­un­ar­fræðingi og ljós­móður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert