Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur til starfa sem framkvæmdarstýra þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í september. Guðfríður Lilja, sem er varaþingmaður VG í Suðvesturkjördæmi, tekur við starfinu af Drífu Snædal, sem mun áfram gegna starfi framkvæmdarstýru Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs.
Guðfríður Lilja er með BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og mastersgráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Hún hefur starfað sem alþjóðaritari á alþjóðasviði Alþingis frá árinu 2001. Hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri þingmannanefndar um norðurskautsmál þar sem hún vann að ýmsum verkefnum er lúta að náttúruvernd á norðurslóðum.
Guðfríður Lilja býr með Steinunni H. Blöndal, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður.