Hætt við að biðja um stöðvun fyrirtækis

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur aft­ur­kallað beiðni til sýslu­manns­ins á Seyðis­firði um að embættið stöðvi vinnu á veg­um pólska verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hunn­e­bek Polska á há­degi í dag eins og til stóð, að því er kom fram í frétt­um Útvarps­ins. Fær fé­lagið sól­ar­hrings frest til að koma sín­um mál­um á hreint.

Fyr­ir­tækið er und­ir­verktaki Arn­ar­fells sem bygg­ir Hrauna­veitu Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Vinnu­mála­stofn­un tel­ur fyr­ir­tækið starfa sem starfs­manna­leigu hér á landi og því þurfi að skrá það þannig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert