Hætt við að biðja um stöðvun fyrirtækis

Vinnumálastofnun hefur afturkallað beiðni til sýslumannsins á Seyðisfirði um að embættið stöðvi vinnu á vegum pólska verktakafyrirtækisins Hunnebek Polska á hádegi í dag eins og til stóð, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Fær félagið sólarhrings frest til að koma sínum málum á hreint.

Fyrirtækið er undirverktaki Arnarfells sem byggir Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Vinnumálastofnun telur fyrirtækið starfa sem starfsmannaleigu hér á landi og því þurfi að skrá það þannig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert