Á allra næstu dögum verður kynnt niðurstaða hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu, en hús þar stórskemmdust í bruna í vor. Samkvæmt 20 ára gömlu deiliskipulagi fyrir reitinn er heimilt að byggja þar 1.600 fermetra hús, en borgarlögmaður segir útilokað að heimilað verði að reisa svo stóra byggingu á reitnum.
Ekkert hefur verið unnið í endurbótum á Lækjargötu 2 sem skemmdist í brunanum. Það hús var byggt 1852 og gildir um það sú almenna regla sem gildir um hús eldri en 1918, að ekki megi breyta þeim nema að fengnu áliti húsafriðunarnefndar.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag