Stóru olíufélögin þrjú hafa lækkað eldsneytisverð á ný um 2 krónur lítrann en verðið hækkaði hjá félögunum fyrir helgina og um helgina og í dag á öðrum bensínstöðvum. Algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi, Olís og N1 er nú 126 krónur lítrinn af bensíni og 125 krónur lítrinn af dísilolíu.
Atlantsolía hækkaði eldsneytisverðið í dag um 1,50 krónur lítrann og hefur ekki lækkað aftur ef marka má heimasíðu félagsins. Ódýrasta listaverðið er hjá Orkunni, 124,30 krónur bensínlítrinn og 123,30 krónur dísilolíulítrinn.