Skólabúningar hafa verið teknir í notkun við Grunnskóla Vesturbyggðar á Bíldudal og mættu nemendurnir búningunum í morgun. Nemendurnir eru ekki þeir einu sem mæta í búningum í skólann, starfslið hans hefur einnig fengið búninga. Það er foreldrafélag Bíldudalsskóla sem stendur fyrir framkvæmdinni.
„Við duttum bara niður á þessa hugmynd í sumar“, segir Sólrún Aradóttir formaður foreldrafélagsins. „Það voru allir foreldrarnir hrifnir af þessu og krakkarnir eru rosalega ánægðir.“ Sólrún segir að foreldrafélagið borgi að mestu fyrir búningana, sem eru Henson-gallar merktir skólanum, en foreldrar borgi 1.000 krónur. „Við verðum líka með boli og stuttbuxur fyrir íþróttir, og verða þeir búningar merktir íþróttafélaginu“, segir Sólrún.
Ekki er skylda að ganga í skólabúningnum en foreldrar eru þó hvattir til þess að senda börnin sín í honum í skólann.