Verð á bensíni hækkar

Lítraverð á bensíni hjá olíufélögunum, öðrum en Atlantsolíu og Orkunni, hefur hækkað um 2 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að hlutfallsleg álagning á bensín og dísilolíu hafi aukist í sumar hjá íslensku olíufélögunum.

Skeljungur og N1 hafa hækkað verð á eldsneyti um 2 krónur líkt og Olís gerði fyrir helgi. Sama á við um sjálfsgreiðslu hjá ÓB og Egó, dótturfélögum Olís og N1. Samkvæmt upplýsingum frá FÍB er þjónustuverðið á bensíni komið í 133 krónur á lítra og dísilolíulítrinn kostar 132 krónur. Sjálfsafgreiðsluverðið er 5 krónum lægra en þjónustuverðið. Hjá ÓB og Egó er bensínlítrínn á 126,40 krónur og dísilolían á 125,40 krónur.

Hjá Orkunni er lítraverðið á bensíni 124,30 krónur og dísilolían á 123,30 krónur. Er verðið 10 aurum hærra hjá Atlantsolíu.

Runólfur Ólafsson segir að hækkanirnar í sumar skýrist ekki af gengi gjaldmiðla krónunnar eða heimsmarkaðsverði á eldsneyti og því hljóti skýringin að vera hærri álagning. Eldsneytisverð náði hámarki síðasta sumar þegar það náði tæpum 138 krónum á lítrann. Runólfur bendir á að þá hafi hátt verð verið vegna sveiflu á heimsmarkaðsverði sem ekki eigi við nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert