Verðhækkun hjá Flugfélagi Íslands

Hæstu fargjöld hækka hjá Flugfélagi Íslands.
Hæstu fargjöld hækka hjá Flugfélagi Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flugfélag Íslands hækkaði fjögur dýrustu fargjöldin sín um 6% um helgina og kostar nú flugfar til Egilstaða frá Reykjavík báðar leiðir 28 þúsund krónur. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að stöðugt væri verið að breyta fargjöldum og að nú hefði þurft að bregðast við ýmsum hækkunum á aðföngum og þjónustu til flugfélagsins en ítrekaði að lægstu fargjöldin hefðu ekki hækkað.

Mörgun kann að þykja að 28 þúsund ætti frekar að vera verðið á utanlandsferð. „Ef við berum okkur saman við Iceland Express þá eru hæstu fargjöld hjá þeim ef maður er að bóka með stuttum fyrirvara um 60 þúsund," sagði Árni og benti á að lægstu fargjöldin hjá Flugfélagi Íslands væru einnig helmingi ódýrari en hjá Iceland Express.

„Það sem af er árinu hafa um 20 þúsund manns ferðast með okkur á þessu 4000 króna fargjaldi," sagði Árni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert