„Efnilegur" ökumaður

Sautján ára piltur í Vestmannaeyjum með rúmlega mánaðargamalt ökuskírteini var sektaður þrisvar sinnum fyrir brot á umferðarlögum í vikunni sem leið. Tvisvar fékk hann sekt fyrir ógætilegan akstur á gatnamótum en hann lék sér að því að taka svokallaða „handbremsubeygju”. Þá fékk hann sekt fyrir að tala í farsíma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert