Fyrsti nýbúinn á Alþingi

Paul F. Nikolov setur innflytjendamál á oddinn á þinginu.
Paul F. Nikolov setur innflytjendamál á oddinn á þinginu.

Fyrsti innflytjandinn mun setjast á þing hér á landi á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður og þingmaður Vinstri grænna, fer í fæðingarorlof um áramót og í hennar stað koma tveir nýir þingmenn VG á þing, þó ekki samtímis, en það eru þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Paul Nikolov.

„Ef heilsan heldur verð ég á þingi fram að áramótum og eftir það dekka þau vorþingið," segir Katrín. Hún segir líklegt að Steinunn Þóra hefji leikinn á nýju ári og Paul taki svo við fram á vor.

Lærði íslensku af sjónvarpinu
„Þetta er mjög spennandi og ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni," segir Paul. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1971 en hefur verið búsettur hér á landi frá árinu 1999. „Ég hef lagt hart að mér við að móta innflytjendastefnu flokksins og ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim málum áleiðis í þinginu." Önnur mál eru honum einnig hugleikin, t.d. utanríkismál og heilbrigðismál.

Paul talar ágæta íslensku og segist hafa lært hana með því að lesa textann í sjónvarpinu. „Þegar ég kom hingað hafði ég ekki efni á að fara á námskeið þannig að ég lærði íslensku með því að horfa á sjónvarpið. Það er ekki besta leiðin til að læra íslensku og ég mæli ekki sérstaklega með því!"

Steinunn Þóra, sem einnig verður ný á þingi eftir áramótin, er fædd á Neskaupstað. Hún verður þrítug nú í september en á engu að síður mikla reynslu af félagsmálum að baki. Hún hefur bæði setið í aðalstjórn og framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins og setið í stjórn MS-félagsins. Steinunn Þóra er öryrki en stundar meistaranám í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur lokið BA-prófi í mannfræði frá sama skóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert