Gleymdist að greiða atkvæði um niðurrif húsa við Laugaveg

Upplýst var á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur nú laust fyrir klukkan 18, að gleymst hefði fyrr á fundinum að greiða atkvæði um þá liði í fundargerðum borgarráðs og byggingarfulltrúa þar sem heimilað er að rífa hús við Laugaveg 4 og 6 og byggja ný hús á reitnum.

Bætt var úr þessu áður en matarhlé var gert á fundinum. Voru fundargerðirnar samþykktar með 8 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, 4 fulltrúar greiddu atkvæði á móti en þrír sátu hjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert