Verktaki á vegum Kópavogsbæjar hefur notað steypu sem framleidd er af einingaverksmiðjan Borg í Kópavogi sem að mati heilbrigðisyfirvalda bæjarins hefur ekki starfsleyfi til að starfrækja steypusölu. Kópavogsbær segir steypusöluna ólöglega og kaup undirverktakans í óþökk bæjarins.
Samkvæmt kvöldfréttum RÚV íhuga eigendur einingaverksmiðjunnar að kæra ákvörðunina til ráðherra og hyggjast jafnframt flytja starfsemina hið fyrsta úr Kópavogi.