Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans

Mikl­ar umræður hafa spunn­ist meðal blogg­ara um nýja aug­lýs­inga­her­ferð Sím­ans, en í gær var frum­sýnd sjón­varps­aug­lýs­ing þar sem Jesús Krist­ur sést ræða við Júdas í gegn­um myndsíma. Í aug­lýs­ing­unni er vísað með grínaktug­um hætti til síðustu kvöld­máltíðar­inn­ar en grínið hef­ur fallið í mis­frjó­an jarðveg. Meiri­hluti blogg­ara virðist þó taka aug­lýs­ing­unni vel.

Fjallað var um aug­lýs­ing­una á vef­varpi mbl.is í dag og hef­ur mikið verið bloggað í tengsl­um við þá frétt. Sum­ir hafa tekið í sama streng og Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, og sagt að aug­lýs­ing­in sé smekk­laus. Einn blogg­ari skrif­ar að um­rædd aug­lýs­ing­in sé Sím­an­um ekki til fram­drátt­ar. Menn minn­ast þess einnig þegar fræg­ur páskaþátt­ur Spaug­stofu­manna fór yfir strikið og fyr­ir brjóstið á mörg­um.

Aðrir segj­ast hins­veg­ar sjá spaugi­legu hliðina á mál­inu og þykir þeim fólk vera óþarf­lega viðkvæmt fyr­ir grín­inu. Menn tala um bráðfyndna aug­lýs­ingu sem sé auk þess fag­mann­lega gerð. „Það er nú allt í lagi að hafa smá húm­or þó menn séu trúaðir,“ skrif­ar einn blogg­ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert