Missa bæturnar vegna sjúkrahúslegu

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net

Hann segir konuna sína ekki vilja að greint sé frá nöfnum þeirra, þar sem hún hafi áhyggjur af því að henni hefnist fyrir það.

Erfiftt að sækja um undanþágur
Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að heimild sé fyrir bótasviptingunni. Sjúklingurinn þarf þó að hafa legið inni samfellt í 30 daga til þess að til hennar komi. Eftir að einstaklingurinn útskrifast eiga bótagreiðslur að hefjast að nýju, en það er þó háð því að Tryggingastofnun berist upplýsingar þess efnis. Þá getur sjúklingur fengið undanþágu frá umræddri reglu ef hann þarf að standa skil á miklum fjárhagslegum skuldbindingum.

Slíkar umsóknir geta reynst veikum einstaklingum erfiðar. „Þegar fólk er veikt glímir það ekki við kerfið á meðan,“ segir eiginmaðurinn.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert