Samþykkt að endurmeta löggæsluþörf

Tillaga Samfylkingarinnar um að farið verði fram á endurmat á löggæsluþörf í miðborg og hverfum borgarinnar af hálfu lögreglu höfuðborgarsvæðisins og dómsmálaráðuneytisins, var samþykkt á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur, sem enn stendur í Ráðhúsinu.

Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að borgarstjórn óski eftir nánu samstarfi við undirbúning og vinnslu matsins. Leitast verði við að meta einstaka þætti löggæslunnar sem að almenningi snýr, með áherslu á sýnilega löggæslu í miðborginni og hverfislöggæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert