Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðar í dag, að bærinn seldi hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. Telur Oddviti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Haraldur Þór Ólason að verði andvirðinu varið til að greiða niður skuldir verði hægt að lækka útsvar og fasteignaskatta bæjarbúa.
Sjálfstæðismenn eru í minnihluta í bæjarstjórninni en Samfylkingin sem er í meirihluta fór fram á frestun afgreiðslu þessa máls fram í næstu viku.
Haraldur Þór sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að verið væri að þrýsta á að gengið yrði frá þessu máli þar sem nú væru liðnir tveir mánuðir af þeim sex sem kauptilboð Orkuveitu Reykjavíkur stendur.
Hafnarfjarðarbær fengi 7,9 milljarða króna fyrir sinn hlut en skuldir bæjarins nema 9.6 milljörðum og telur Haraldur Þór að með sölunni skapist ný tækifæri fyrir Hafnarfjarðarbæ til að endurskipuleggja fjármálastjórn bæjarins og svigrúm til að minnka álögur