Telur nauðgara stjórnlausan eftir slys

Krafa Jóns Péturssonar um endurupptöku máls á hendur honum var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón var tvídæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og að svipta fyrrverandi sambýliskonur sínar frelsi.

Hafði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jóns, farið fram á dómkvaðningu mats manns vegna framheilaskaða er Jón hlaut í bílslysi fyrir átta árum.

Að mati dr. John Donne de Niet, sem starfað hefur að Sogni og á Litla-Hrauni sem geðlæknir, hafði Jón ekki stjórn á tilfinningum sínum eftir slysið sem hafði augljósar persónuleikabreytingar í för með sér.

Að mati ákæruvaldsins voru þær rannsóknir á Jóni sem fyrir lágu nægar. Sveinn Andri sagði á móti að það væri ekkert annað en embættisleg stífni, þar sem borðliggjandi væri að sekt Jóns væri ekki hafin yfir vafa. Sigríður Elsa Kjartansdóttir, sem sækir málið fyrir hönd ríkissaksóknara, vefengdi auk þess hollenska lækninn á þeirri forsendu að hann væri ekki menntaður geðlæknir, heldur hefði einungis reynslu af slíkum lækningum.

Vænta má úrskurðar fljótlega í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka