Telur nauðgara stjórnlausan eftir slys

Krafa Jóns Pét­urs­son­ar um end­urupp­töku máls á hend­ur hon­um var tek­in fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær. Jón var tví­dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir nauðgun, stór­fellda lík­ams­árás og að svipta fyrr­ver­andi sam­býl­is­kon­ur sín­ar frelsi.

Hafði Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Jóns, farið fram á dóm­kvaðningu mats manns vegna fram­heilaskaða er Jón hlaut í bíl­slysi fyr­ir átta árum.

Að mati dr. John Donne de Niet, sem starfað hef­ur að Sogni og á Litla-Hrauni sem geðlækn­ir, hafði Jón ekki stjórn á til­finn­ing­um sín­um eft­ir slysið sem hafði aug­ljós­ar per­sónu­leika­breyt­ing­ar í för með sér.

Að mati ákæru­valds­ins voru þær rann­sókn­ir á Jóni sem fyr­ir lágu næg­ar. Sveinn Andri sagði á móti að það væri ekk­ert annað en embætt­is­leg stífni, þar sem borðliggj­andi væri að sekt Jóns væri ekki haf­in yfir vafa. Sig­ríður Elsa Kjart­ans­dótt­ir, sem sæk­ir málið fyr­ir hönd rík­is­sak­sókn­ara, ve­fengdi auk þess hol­lenska lækn­inn á þeirri for­sendu að hann væri ekki menntaður geðlækn­ir, held­ur hefði ein­ung­is reynslu af slík­um lækn­ing­um.

Vænta má úr­sk­urðar fljót­lega í sept­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka