Unglingsdrengur slasaðist á torfæruhjóli

Fjórtán ára drengur sem ók torfæruhjóli innanbæjar í Vestmannaeyjum slasaðist er hann rakst utan í félaga sinn á svipuðu hjóli um klukkan tvö í dag. Að sögn lögreglu meiddist hann á ökkla og var færður til myndatöku á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Drengurinn hefur ekki réttindi til að aka hjólinu sem er 30 hestöfl og ætlað til aksturs einungis á þar til gerðum brautum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert