Vefsíðan reyklaus.is opnuð

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, opnaði formlega í dag gagnvirku heimasíðuna reyklaus.is. Á heimasíðunni er ýmiss fróðleikur og aðferðir sem þeir sem vilja hætta að reykja og er aðstoðin, sem hægt er að fá á síðunni, notandanum að kostnaðarlausu.

Guðlaugs Þórs opnaði heimasíðuna í húsakynnum Lýðheilsustofnunar. Var þetta fyrsta heimsókn ráðherrans þangað og fyrsta opinbera embættisverkið sem Þórólfur Þórlindsson, settur forstjóri stöðvarinnar, innir af hendi.

Gagnvirka heimasíðan veitir ókeypis einstaklingsmiðaða aðstoð sem hver og einn getur nýtt sér eftir hentugleika. Þeir sem skrá sig sem notendur fá send stuðningsskilaboð, sem miðast við þeirra eigin þarfir, fá aðgang að dagbók og gestabók og þar er spjallsvæði á síðunni þar sem hægt er að deila reynslu sinni og baráttu með öðrum sem eru í sömu stöðu.

Þá er einnig hægt að taka ýmis próf sem geta aukið skilning viðkomandi á reykingavenjum sínum og þá jafnframt hvernig hann getur losað sig undan þeim.

Reyklaus.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert