Vefsíðan reyklaus.is opnuð

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra, opnaði form­lega í dag gagn­virku heimasíðuna reyk­laus.is. Á heimasíðunni er ým­iss fróðleik­ur og aðferðir sem þeir sem vilja hætta að reykja og er aðstoðin, sem hægt er að fá á síðunni, not­and­an­um að kostnaðarlausu.

Guðlaugs Þórs opnaði heimasíðuna í húsa­kynn­um Lýðheilsu­stofn­un­ar. Var þetta fyrsta heim­sókn ráðherr­ans þangað og fyrsta op­in­bera embættis­verkið sem Þórólf­ur Þórlinds­son, sett­ur for­stjóri stöðvar­inn­ar, inn­ir af hendi.

Gagn­virka heimasíðan veit­ir ókeyp­is ein­stak­lings­miðaða aðstoð sem hver og einn get­ur nýtt sér eft­ir hent­ug­leika. Þeir sem skrá sig sem not­end­ur fá send stuðnings­skila­boð, sem miðast við þeirra eig­in þarf­ir, fá aðgang að dag­bók og gesta­bók og þar er spjallsvæði á síðunni þar sem hægt er að deila reynslu sinni og bar­áttu með öðrum sem eru í sömu stöðu.

Þá er einnig hægt að taka ýmis próf sem geta aukið skiln­ing viðkom­andi á reyk­inga­venj­um sín­um og þá jafn­framt hvernig hann get­ur losað sig und­an þeim.

Reyk­laus.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert