Vinnumálastofnun athugar stöðu starfsmanna Hünnebeck

Vinnumálastofnun athugar skráningu og launakjör starfsmanna Hünnebeck.
Vinnumálastofnun athugar skráningu og launakjör starfsmanna Hünnebeck. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Gissur Pétursson forstjóri vinnumálastofnunar segir að verið sé að fara yfir þau gögn sem hafa borist frá Hünnebeck varðandi 30 erlenda starfsmenn sem hafa verið óskráðir við vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Vinnumálastofnun er að athuga hvort mönnunum hafi verið greidd laun samkvæmt íslenskum launataxta. „Þetta ætti að skýrast á morgun," sagði Gissur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Gissur sagði það rétt að mennirnir hafi ekki verið skráðir en að nú hafi þeir fengið bráðabrigðaskráningu.

Að svo stöddu er ekki ljóst hver staða þeirra er gagnvart almannatryggingum en það er ekki á könnu Vinnumálastofnunar að hafa eftirlit með því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert