Miðstjórnin krefst þess að starfsemi þeirra fyrirtækja, sem staðin hafa verið að því að hafa ekki launauppgjör og tryggingar starfsmanna í samræmi við leikreglur íslensks vinnumarkaðar, verði umsvifalaust stöðvuð.
Í ályktun átelur miðstjórn ASÍ harðlega þann seinagang sem er á öllum málum sem snúa að réttindum erlendra launamanna. „Ítrekað komast fyrirtæki upp með að svara ekki lögmætum tilmælum eftirlitsstofnana og trúnaðarmanna starfsmanna. Fyrirtæki komast upp með að endurráða starfsmenn og losa sig þar með undan því að leggja fram umbeðin og tilskilin gögn yfir þann tíma sem liðinn er án frekari aðgerða Vinnumálastofnunnar," segir í ályktun miðstjórnarinnar.