Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú

Gjaldmiðilsbreyting er að sögn forsætisráðherra ekki væntanleg.
Gjaldmiðilsbreyting er að sögn forsætisráðherra ekki væntanleg. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að ekkert kallaði á gjaldmiðilsbreytingu nú en talsverð umræða er um hvort ástæða sé að taka upp evru í stað krónu. Geir sagði hins vegar að sjálfsagt væri að ræða þessi mál.

Geir benti einnig á, að íslensk fyrirtæki væru með gríðarmikil viðskipti í dollurum. Þannig væri t.d. ál selt í dollurum og ferðaþjónustan ætti viðskipti í dollurum. Þá væru mörg fyrirtæki með viðskipti í pundum.

Sagðist Geir ekkert sjá sem kallaði á, að Íslendingar hrapi að niðurstöðu um jafn mikilvægt mál þótt eitt fyrirtæki, Straumur-Burðarás, hefði ákveðið að skrá hlutafé sitt í evrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert