Gallar í nýbyggingum alvarlegt og algengt vandamál

Nýja íbúðin gölluð og óselj­an­leg Kristjana Guðbrands­dótt­ir - dista@bla­did.net

Íbúar Þórðarsveigs 13 og 15 hafa orðið fyr­ir miklu tjóni, þar á meðal eru þau Anna Lilja Páls­dótt­ir og Ívar Guðmunds­son, sem hafa síðastliðin tvö ár reynt að sækja rétt sinn og fá bætt úr mál­um sín­um. „Við búum í óselj­an­legri og mikið gallaðri eign," seg­ir Ívar.

Guðfinna Guðmunds­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá Fast­eigna­mál­um hf., seg­ir mun vanda­sam­ara að kaupa nýja íbúð en notaða og að gall­ar í ný­bygg­ing­um séu al­var­legt og al­gengt vanda­mál. „Gall­ar eru mjög al­geng­ir og af­hend­ing get­ur dreg­ist," seg­ir Guðfinna og vill að kaup­end­ur nýs hús­næðis hafi all­an vara á sér. Hún seg­ir frá því að sá fjöldi mála sem komi upp þar sem kaup­end­ur verði fyr­ir veru­legu tjóni sýni og sanni að það þurfi að at­huga hags­muna­gæslu við sölu og af­hend­ingu nýrra fast­eigna.

Þau Ívar og Anna Lilja festu kaup á íbúðinni árið 2004 og fluttu í glæsta íbúð í góðu hverfi og voru hæst­ánægð með kaup­in. Þegar þau fluttu inn í íbúðina hafði verktaki ekki lokið að fullu við frá­gang. „Það átti bara eft­ir að fín­pússa frá­gang­inn þegar við flutt­um inn," seg­ir Ívar og bæt­ir við að því miður hafi ekki enn verið gengið frá íbúðinni og sam­eign­inni og nú, þrem­ur árum seinna, sitji þau uppi með óselj­an­lega og mikið gallaða eign.

Nán­ar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert