Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld ekki, þegar hann var utanríkisráðherra, hafa séð ástæðu til að kalla heim íslenskan friðargæsluliða, sem starfað hefur á vegum þjálfunarverkefnis NATO í Írak. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að kalla fulltrúann heim.
Geir sagði, að ekki mætti gera of mikið úr litlu máli. Íslendingar hefðu með táknrænum hætti haft þarna einn starfsmann. Geir sagði aðspurður, að hann hefði ekki kallað fulltrúann heim nú hefði hann verið í þeim sporum.