Icecell að hefja vinnu við uppsetningu á farsímasendum

Fjarskiptafyrirtækið Icecell, sem fékk nýlega úthlutað tíðniheimild fyrir rekstur á GSM kerfi hér á landi, er að hefja vinnu við uppsetningu á sendum og öðrum búnaði og fyrirhugar að að hefja resktur þjónustu sinnar um næstu áramót. Hefur Icecell gert samning við Mílu ehf. um hýsingu á búnaði.

Icecell hefur í hyggju að ná til 98% landsmanna með GSM dreifikerfi sínu. Icecell er í eigu svissneskra aðila og eru höfuðsstöðvar þeirra á Íslandi á Flugvallarvegi í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert