Skrifað verður í dag undir samning milli Eddu útgáfu og Kaupþings um aðagng að vefnum vefbækur.is fyrir allt íslenska skólakerfið. Aðgangurinn mun nýtast um 80 þúsund nemendum.
Á vefnum er að finna ýmis uppflettirit og orðabækur, m.a. Íslenska orðabók, Dansk-íslenska orðabók, Spænsk-íslensk orðabók, Íslensk-enska orðabók og orðstöðulykla verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna.