Á höfuðborgarsvæðinu bíða 360 börn á leikskólaaldri eftir því að geta hafið skólagönguna vegna skorts á starfsfólki en 175 starfsmenn vantaði nú um mánaðamótin. Búið var að lofa 360 börnum plássi á leikskóla en ekki er vitað hvenær hægt verður að standa við þau loforð.
Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri leikskólasviðs hjá Reykjavíkurborg sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að einnig þyrfti á næstu dögum að skerða þjónustu í þremur til fjórum leikskólum og að þar verði börn send fyrr heim.