Þurfa námskeið til að skilja tryggingakerfið

Eftir Hlyn Orra Stefánsson – hlynur@bladid.net

Sigurður nefnir sem dæmi að mikilvægt sé að bótaþegi geti áttað sig á því hversu mikið bætur hans skerðast þiggi hann tiltekna vinnu. Eins og kerfið er í dag sé ekki hægt að ætlast til þess að hann geri það. Í Blaðinu í gær var sagt frá því að hafi örorku eða ellilífeyrisþegi dvalið á sjúkrahúsi í samtals 180 daga síðustu 24 mánuði og samfleytt síðustu 30 daga, missir hann rétt til allra bóta og lífeyris frá Tryggingastofnun í eitt ár. Hann getur þó sótt um undanþágu hafi hann stofnað til fjárhagslegra skuldbindinga.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir vel koma til greina að rýmka gildissvið áðurnefndrar undanþágu, til að auðvelda öryrkjum sem þurfa að leggjast inn á spítala lífið. Jóhanna mun fara með málaflokkinn frá næstu áramótum þegar tryggingamál færast til félagsmálaráðuneytisins.

Nánar er fjalað um þetta í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert