8000 krónum skellt ofan á verð á skólatöskum

Eftir Ingibjörgu Báru Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Eftir að fjöldi fyrirspurna barst frá Íslandi til danskrar vefverslunar sem selur vinsælar skólatöskur á 499 danskar krónur eða um 6000 íslenskar krónur, en töskurnar kosta nær 11 þúsund krónur í verslunum hér á landi, var tilkynnt á síðu vefverslunarinnar jeva.dk að kostnaður vegna afgreiðslu og sendingar á töskunum til Íslands væri 700 danskar krónur eða rúmlega 8000 íslenskar krónur.

"Það komu margar fyrirspurnir um þessar töskur og við þurftum að taka afstöðu. Fyrirtækið er lítið og við höfum ekki tök á að fylla út tollafgreiðsluskjöl fyrir eina tösku í einu. Við leituðum tilboða hjá tveimur til þremur fyrirtækjum vegna slíkrar þjónustu og fengum þau svör að þetta myndi kosta 600 til 700 danskar krónur," segir Preben Jensen, eigandi fyrirtækisins, sem viðurkennir að þar með sé verðið orðið meira en tvöfalt hærra en gefið er upp á vefsíðunni. Til viðbótar kemur 24,5 prósenta virðisaukaskattur.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert