Busaböðlar í miðborginni

Það er hefð fyrir því að nýnemar séu busaðir á busavígsludegi í Kvennó, og í ár var engin undantekning frá því. Vígalegir eldri bekkingar, klæddir upp sem einskonar blóðugar eftirmyndir Dr. Saxa, létu nýnemana fá að heyra það óþvegið og létu þá inna ýmis vafasöm verk af hendi á meðan vatnið var sprautað á þá í gríð og erg.

Ekki tók betra við þegar nýnemarnir voru kallaðir upp til þess að borða súrsaðan hákarl og var þeim réttur mysudrykkur til þess að skola lostætinu niður. Það fór hinsvegar misjafnlega vel í mannskapinn.

Yfirböðullinn flutti ávarp í tilefni dagsins og bauð nýnemana velkomna í skólann að hætti eldri bekkinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert