Enn biðstaða við búðir Arnarfells

Enn er biðstaða við búðir Arnarfells við Hraunaveitu skammt frá Snæfelli en þar stendur enn yfir fundur fulltrúa Vinnumálastofnunar og forsvarsmanna Arnarfells um þá kröfu Vinnumálastofnunar, að starfsemi undirverktakanna Hünnebeck Polska og GT Verktaka verði stöðvuð.

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði, sagði nú fyrir stundu, að krafa Vinnumálastofnunar lægi enn fyrir en verið væri að yfirfara ýmisgögn og sækja ný. Óljóst er hvenær niðurstaða fæst í málið.

Auk tveggja fulltrúa Vinnumálastofnunar og stöðvarstjóra Arnarfells sitja lögreglumenn á fundinum. Deilt er um skráningu 65 starfsmanna undirverktakanna Hünnebek Polska og GT-verktaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert