Fjármagnstekjur Íslendinga hafa vaxið stórlega á undanförnum árum og á fyrstu sjö mánuðum ársins nema þær nærri 209 milljörðum króna. Það eru meiri fjármagnstekjur en fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu á öllu árinu, að því er kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins.
SA segja, að ef fram haldi sem horfi verðo fjármagnstekjur Íslendinga á árinu 300-400 milljarðar króna, en þær geta sveiflast töluvert. Verði það niðurstaðan muni ríkið fá í sinn hlut 30-40 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt. Hér sé um að ræða nýjar tekjur fyrir samfélagið sem hafa gríðarleg áhrif, bæði á afkomu ríkissjóðs og hagkerfið í heild.