Niðurstöður kynntar í hugmyndaleit um uppbyggingu í Kvosinni

Tillagan sem fékk 1. verðlaun.
Tillagan sem fékk 1. verðlaun.

Kynnt voru í dag niðurstaða dómnefndar, sem farið hefur farið yfir tillögur í hugmyndaleit um uppbyggingu í Kvosinni. Fyrstu verðlaun fékk tillaga frá Argos, Gullinsniði og Studio Granda, sem m.a. gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa á horni Lækjargötu og Austurstrætis og að garður Hressingarskálans verði stækkaður.

Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að höfundar hafi mjög skýra sýn á hlutverk miðborgar og tillaga þeirra leggi áherslu á sögulegt samhengi og varðveislu sögulegra minja, samhliða spennandi uppbyggingu og betri nýtingu með tillögum að ný- og viðbyggingum.

Höfundarnir ganga út frá því, að Austurstræti 22 verði endurbyggt eins og það stóð á blómaskeiði sínu eða verði byggt sem tvílyft timburhús og fái umgjörð við hæfi. Segir dómnefnd, að þetta sé sú tillaga sem komist næst því að leysa forsendur hugmyndaleitarinnar í megin atriðum.

Niðurstaða dómnefndar var einróma sú, að tillagan væri svo framúrskarandi, hvað varðar hugmyndir, framsetningu og skilning á viðfangsefninu að hún geti staðið sem undirstaða komandi deiliskipulags fyrir svæðið. Dómnefndin leggur því til að höfundum þeirrar tillögu verði falið að vinna nýtt deiliskipulag að svæðinu og þeirri vinnu verði lokið fyrir áramót. Dómnefndin leggur einnig til að Reykjavíkurborg festi kaup á ákveðnum lausnum í tveimur öðrum tillögum, auk þess sem dómnefndin veitir þremur tillögum sérstaka viðurkenningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka