Fundur Félags Íslenskra Flugmanna stendur nú yfir á Grand Hótel í Reykjavík vegna óánægju félaganna með að Icelandair manni nú verkefni, sem Latcharter, lettneskt dótturfyrirtæki Icelandair, hefur með höndum fyrir Icelandair Group fyrir Virgin Nigeria, en flugvélar Latcharter eru mannaðar með erlendum flugmönnum.
Telja flugmennirnir að ákvæði í kjarasamning um forgang til vinnu við verkefni á vegum félagsins sé brotið.
Í fréttum Sjónvarpsins kom fram að langt er á milli félagsmanna og stjórnar Icelandair, það er slæmt hljóð í mönnum en félagsmenn hóta ekki verkfalli á meðan samningar eru í gildi.