Sjö sóttu um embætti Dómkirkjuprests

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

Sjö sóttu um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli en það var auglýst laust til umsóknar í ágústmánuði. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og vígslubiskupsins í Skálholti. Embættið veitist frá 1. október 2007.

Umsækjendur eru: sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Ása Björk Ólafsdóttir, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sr. Guðrún Karlsdóttir, dr. theol. Rúnar M. Þorsteinsson,  cand. theol. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir og sr. Þórhildur Ólafs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert