Sjö sóttu um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli en það var auglýst laust til umsóknar í ágústmánuði. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og vígslubiskupsins í Skálholti. Embættið veitist frá 1. október 2007.
Umsækjendur eru: sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Ása Björk Ólafsdóttir, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sr. Guðrún Karlsdóttir, dr. theol. Rúnar M. Þorsteinsson, cand. theol. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir og sr. Þórhildur Ólafs.