Talið að starfsemi Hunnebek og GT verði ekki stöðvuð

Fundur fulltrúa Vinnumálastofnunar og forsvarsmanna Arnarfells á Kárahnjúkasvæðinu, sem hófst í morgun, stóð enn núna um hádegið, en samkvæmt heimildum mbl.is er nú allt eins líklegt að starfsemi tveggja undirverktaka Arnarfells verði ekki stöðvuð, eins og Vinnumálastofnun krafðist.

Auk tveggja fulltrúa Vinnumálastofnunar og stöðvarstjóra Arnarfells sitja lögreglumenn á fundinum. Deilt er um skráningu 65 starfsmanna undirverktakanna Hunnebek Polska og GT-verktaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert