Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði lagði á fundi ráðsins í dag fram tillögu um að sarfshópur, sem á að undirbúa breytingu Orkuveitu Reykjavíkur í hlutafélag, undirbúi einnig að hugsanleg rekstrarformsbreyting verði að lokum borin undir borgarbúa í almennri kosningu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, lagði á fundinum fram tillögu um starfshóp um hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur. Fulltrúi VG lagði til viðaukatillögu um að starfshópurinn sjái jafnframt til þess að öflug umræða eigi sér stað innan samfélagsins með íbúafundum og kynningum. Afar mikilvægt sé að lýðræðisleg umfjöllun fái tíma og að almenningur fái ráðrúm til að kynna sér rök í málinu og síðan að greiða atkvæði um í almennri kosningu.
Viðaukatillögunni var vísað í starfshópinn, samkvæmt upplýsingum frá VG.