Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir á heimasíðu sambandsins að Vinnumálstofnun sé enn einu sinni með allt niðrum sig og sendi aumkvunarverð frá sér þau skilaboð til fyrirtækja, að það sé alveg sama þó þau brjóti alla samninga á launamönnum um laun og aðbúnað.
„Skilaboð Vinnumálstofnunar til fyrirtækjanna eru: Það er sko allt í lagi fyrirtæki góð því við munum alltaf verja ykkur fyrir kröfum launamanna og stéttarfélaga. Við munum sjá til þess að það muni ekki verða tekið á því og þið fáið engar sektir. Reynið bara og athugið hvort þið komist ekki upp með það. Það er stundum sem hin karga verkalýðshreyfing standi í einhverju mótmælaþvargi vikum saman. Við athugum alltaf hvort við getum ekki þagað hana af okkur. En ef það tekst komum við og semjum við fyrirtækin. Þið þurfið ekkert að óttast elskurnar okkar, blessaðir verið nú ekki að hika við að brjóta á starfsmönnum ykkar," skrifar Guðmundur.