Gagnrýni á Vinnumálastofnun „óþolandi"

Gagn­rýni Starfs­greina­fé­lags Aust­ur­lands (AFL) á störf Vinnu­mála­stofn­un­ar í máli tveggja und­ir­verk­taka Arn­ar­fells er ósann­gjörn og óþolandi, að því er haft er eft­ir Giss­uri Pét­urs­syni, for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, í frétt­um RÚV. Seg­ir hann að fé­lagið eigi að fylgja mál­inu eft­ir gagn­vart þess eig­in skjól­stæðing­um.

Stjórn AFLs hef­ur samþykkt álykt­un var sem seg­ir að Vinnu­mála­stofn­un sé ekki treyst­andi til að verja rétt­indi launa­fólks á Íslandi. Rafiðnaðarsam­bandið hef­ur einnig gagn­rýnt stofn­un­ina harðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert