Gagnrýni á Vinnumálastofnun „óþolandi"

Gagnrýni Starfsgreinafélags Austurlands (AFL) á störf Vinnumálastofnunar í máli tveggja undirverktaka Arnarfells er ósanngjörn og óþolandi, að því er haft er eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra stofnunarinnar, í fréttum RÚV. Segir hann að félagið eigi að fylgja málinu eftir gagnvart þess eigin skjólstæðingum.

Stjórn AFLs hefur samþykkt ályktun var sem segir að Vinnumálastofnun sé ekki treystandi til að verja réttindi launafólks á Íslandi. Rafiðnaðarsambandið hefur einnig gagnrýnt stofnunina harðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert