Lið Íslands lenti fyrir skömmu í þriðja sæti í heimsbikarmótinu í póker í Barcelóna. Bandaríkin og Rúmenía berjast nú um fyrsta og annað sætið en Kanada lenti í fjórða sæti. Liðið hlýtur 2,5 milljón krónur í verðlaunafé eða ríflega hálfa milljón á mann.
Í íslenska liðinu spiluðu Andri Björgvin Arnþórsson, Halldór Már Sverrisson, Magnús Jóhannesson, Friðrik Jörgensson og Einar Sveinsson.
Keppnin var spennandi en það voru að lokum Bandaríkjamenn sem slógu bæði Kanadamenn og Íslendingana út. pokerstars.tv