Mátti ekki kaupa tíu frönskubækur

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur - arndis@bladid.net

Frönskukennarinn Jóhann Björnsson freistaði þess að kaupa tíu eintök af frönskukennslubókinni Cafe Creme í ritfangaversluninni Office 1 á dögunum fyrir nemendur sína. Það kom honum í opna skjöldu að starfsfólk verslunarinnar vildi ekki leyfa honum að kaupa svo mörg eintök af einni bók.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Office 1, segir reglurnar um þrjú eintök á mann vera settar til verndar viðskiptavinum verslunarinnar. "Það hefur komið fyrir að hingað hefur komið fólk sem er kannski í svipuðum bransa og við og kaupir jafnvel upp bækurnar hjá okkur þannig að við höfum ekki átt þær fyrir okkar viðskiptavini."

Hannes segir að hefði Jóhann kynnt sig strax við komuna í búðina hefði aldrei orðið nein rekistefna út af innkaupunum.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert