Ölvun á reiðhjóli

Það er ekki algengt að menn séu kærðir fyrir ölvun …
Það er ekki algengt að menn séu kærðir fyrir ölvun á reiðhjóli en það kemur fyrir. mbl.is

Ekið var á mann á reiðhjóli á horni Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn dældaðist lítillega. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að reiðhjólamaðurinn, sem er á miðjum aldri, var ölvaður og mun hann því fá einhverja sekt fyrir það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka