Óróinn mun lækka húsnæðisverð

Eftir Hlyn Orra Stefánsson – hlynur@bladid.net

Órói og vaxtahækkanir á alþjóðamörkuðum gæti skilað sér í lægra húsnæðisverði hér á landi, en aukinni greiðslubyrði bæði hjá þeim Íslendingum sem eru með verðtryggð og gengistryggð lán. Þetta segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, sem telur að húsnæðisverð muni lækka einhvern tímann á næsta ári.

"Vextir hafa almennt verið að hækka í heiminum, þannig að fjármögnun viðskiptabankanna á alþjóðamörkuðum er orðin dýrari. Það skilar sér í lakari lánskjörum viðskiptavina þeirra – enda hafa viðskiptabankarnir hér á landi þegar hækkað vexti á nýjum íbúðalánum – sem er líklegt til að minnka eftirspurn eftir húsnæði og hafa neikvæð áhrif á húsnæðisverð," segir Þorvarður Tjörvi og bætir við: "Skeið ódýrs fjármagns er á enda runnið að sinni."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert