Ríkisstjórnarfundur á Þingvöllum

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mynduðu ríkisstjórnina formlega …
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mynduðu ríkisstjórnina formlega á Þingvöllum í vor. mbl.is/RAX

Hefðbundinn ríkisstjórnarfundur í dag verður haldinn í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í dag en ekki í Stjórnarráðinu eins og venja er. Þá hefst fundurinn klukkan 15. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra, er engin sérstök ástæða fyrir þessari breytingu á fundarstað önnur en tilbreytingin en kvöldverðarboð verður fyrir ráðherra og maka þeirra eftir fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert