Super Puma þyrla leigð í stað Sifjar

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er af gerðinni Aerospatiale Super Puma.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er af gerðinni Aerospatiale Super Puma. mbl.is/Dagur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Þingvöllum í dag tillögu Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um að leigð yrði þyrla af gerðinni Super Puma, með einkennisstafina LN-OBX, í stað Sifjar, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem hlekktist á í sumar.

Tillaga Björns var samþykkt. Björn segir á heimasíðu sinni, að þessi þyrla hafi verið hér á síðasta vetri. Fyrir liggi athugun, sem sýni, að ekki sé unnt að tryggja, að ávallt sé fyrir hendi ein þyrla til björgunarstarfa, nema Landhelgisgæslan hafi fjórar þyrlur til ráðstöfunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka