Landvernd hefur farið þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin kalli eftir niðurstöðum jarðfræðirannsókna sem fram hafa farið á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum Þjórsár eftir að umhverfismat fyrir virkjanirnar fór fram.
Landvernd segir, að ný gögn um jarðfræði svæðisins kunni að hafa breytt forsendum verulega frá því að úrskurðir stofnunarinnar lágu fyrir í ágúst 2003 enda hafi jarðfræði svæðisins ekki nógu vel þekkt á þeim tímapunkti. Í ljósi þess að umfangsmiklar rannsóknir á jarðfræði svæðisins hafi síðan farið fram sé mikilvægt að Skipulagsstofnun meti, á grundvelli nýrra gagna, hvort ástæða sé til þess að endurskoða matskýrslurnar og eftir atvikum endurtaka umhverfismat fyrir virkjanirnar.