Brátt hægt að dæla etanóli á bíla

Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is
Hægt verður að dæla etanóli í fyrsta sinn á bifreiðar á Íslandi hjá eldsneytisstöð Olís við Álfheima mánudaginn 17. september nk. Ein dæla með eldsneytinu E85 verður tekin í notkun, en Brimborg stendur að innflutningnum.

Egill Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, er bjartsýnn á framtíð þessara bíla á Íslandi. „Kosturinn við etanólið er að það er vökvi og því er nánast sömu aðferðafræði beitt við að dreifa því og bensíni,“ segir Egill. „Það er til dæmis mun flóknara að dreifa vetni og metangasi.“ Etanólframleiðsla úr maís hefur verið gagnrýnd því við hana hefur heimsmarkaðsverð á maís hækkað. Íslenska etanólið er ekki framleitt úr maís heldur úr því sem til fellur við skógarhögg í Svíþjóð.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert