Þær Guðlaug Þorsteinsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem er aðeins 14 ára, komu jafnar í mark, með 7,5 vinning í 8 skákum, á Íslandsmóti kvenna, sem var að ljúka. Báðar unnu þær í lokaumferðinni.
Hallgerður sigraði Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur en Guðlaug vann Elsu Maríu Þorfinnsdóttur en lengi leit fyrir að Hallgerður yrði ein efst en Guðlaug sýndi mikla seiglu og hafði sigur gegn Elsu. Þær höfðu mikla yfirburði á mótinu og gerðu einungis jafntefli í innbyrðis skák en unnu aðrar skákir. Þær munu tefla einvígi um titilinn. Þriðja varð Harpa Ingólfsdóttir með 5,5 vinning.