Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að Brekkustíg 31 í Njarðvík skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Mikill eldur logaði þá á efri hæð og í risi í húsinu, sem er sex raðhús. Allir íbúarnir komust klakklaust út og sakaði engan. Slökkvistarfi lauk á þriðja tímanum.
Að sögn lögreglu er íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, mikið skemmd og reykskemmdir urðu í þremur íbúðum öðrum en reykurinn barst eftir risinu á milli íbúða í húsinu.
Allir íbúarnir í raðhúsalengjunni, um 15 manns, fengu inni hjá vinum og vandamönnum. Eldsupptök eru í rannsókn. Reykur barst eftir risinu á milli íbúða í húsinu en eldurinn var einangraður við eina íbúð.