Hafin útgáfa héraðsfréttablaðs á Ströndum

Hafin er útgáfa á nýju héraðsfréttablaði á Ströndum. Það heitir Gagnvegur.

Langt er um liðið síðan síðast var gefinn út prentmiðill á Ströndum og ætti það því að verða kærkomin viðbót við fjölmiðlun á svæðinu, segir í frétt frá útgáfunnni. Blaðið verður í senn frétta-, dagskrár- og auglýsingamiðill og verður því dreift ókeypis á öll heimili í Strandasýslu.

Það er Kristín Sigurrós Einarsdóttir, grunnskólakennari á Hólmavík, sem gefur út og ritstýrir hinu nýja blaði. Kristín er jafnframt fréttaritari fyrir Morgunblaðið og Bændablaðið og pistlahöfundur hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða, ásamt því að vera tengiliður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ströndum. Samhliða blaðaútgáfunni verður boðið upp á ýmsa aðra þjónustu, svo sem prentun, skönnun og gerð boðskorta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert