Mikill erill hjá lögreglunni í nótt

Lögreglan sést hér handtaka mann í nótt.
Lögreglan sést hér handtaka mann í nótt. mbl.is/Júlíus

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan hafði handtók yfir 40 manns í nótt og 14 manns dúsa nú í fangageymslum lögreglu. Að minnsta kosti sex voru teknir ölvaðir við akstur og þá komu upp fjölmörg fíkniefnamál og líkamsárásarmál. Að sögn lögreglu voru fjölmargir í bænum og ölvun mikil. Lögreglumenn úr sérsveit ríkilögreglustjóra störfuðu með lögreglu höfuðborgarsvæðisins við eftirlit í miðborginni.

Fjórir sérsveitarmenn og fimm lögreglumenn úr liði höfuðborgarlögreglunnar voru við eftirlit og löggæslustörf í miðborginni, til viðbótar við þá lögreglumenn sem almennt sinna þessu eftirliti. Þá voru Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, og fleiri yfirmenn lögreglu höfuðborgarsvæðisins, á vaktinni í nótt.

Að sögn lögreglu voru um 20 handteknir í nótt fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Fólkið hafði gerst sekt um að kasta af sér vatni á almannafæri, sýna af sér ósæmilega hegðun, brjóta flöskur o.fl. Fólkið gekkst undir sátt hjá lögmanni og var gert að greiða sekt vegna athæfisins. Fólkinu var sleppt að því loknu.

Ungur piltur óskaði eftir aðstoð lögreglu í nótt þegar óboðnir gestir mættu heim til hans í Garðabæ. Að sögn lögreglu hafði pilturinn boðið nokkrum félögum sínum í heimsókn, en foreldrar piltsins voru ekki landinu. Að sögn lögreglu spurðist það út að pilturinn væri einn heima og ekki leið á löngu þar til yfir 20 ungmenni voru mætt á staðinn óboðin. Þau ruddust inn á heimilið og brutu m.a. svalahurð. Lögreglan leysti upp samkvæmið eftir að pilturinn hafði samband. Ekki kom til neinna átaka. Lögreglan hafði samband við móður drengsins sem þakkaði lögreglu fyrir að hafa komið á skikki á heimilinu.

Um kl. fimm í nótt var lögreglan kölluð til við skemmistaðinn Broadway við Ármúla. Þar höfðu þrír menn ráðist á einn mann. Einn árásarmannanna var vopnaður golfkylfu og annar var með piparúða á sér. Lögreglan koma á staðinn og handtók tvo menn, en einn komst undan á hlaupum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert